Morgunblaðið fjallar um stofnun Iceland Wildlife Fund og birtir fréttatilkynningu okkar.

Í frétt mbl.is segir:

Sett­ur hef­ur verið á lagg­irn­ar um­hverf­is­sjóður­inn The Icelandic Wild­li­fe Fund (IWF). Megin­áhersla sjóðsins er nátt­úru­vernd og um­hverf­is­mál, þar með talið að standa vörð um villta ís­lenska laxa­stofn­inn, sjó­bleikju, sjó­birt­ing og aðra ferskvatns­fiska í ám og vötn­um Íslands.

Stofn­end­ur IWF eru Ingólf­ur Ásgeirs­son flug­stjóri og Lilja R. Ein­ars­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri, en þau leiða breiðan hóp fólks með fjöl­breytt­an bak­grunn sem á það sam­eig­in­legt að vilja slá skjald­borg um ís­lenska nátt­úru, að því er seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.