Miklu minna hefur náðst af eldislaxi sem slapp úr nýrri sjókvíaeldisstöð við Chile en fyrst var gefið upp. Yfir 900 þúsund laxar syntu frá stöðinni, sem er í eigu norska fiskeldisrisans Marine Harvest, eftir að vetrarveður laskaði kvíarnar.

Samkvæmt fyrstu tölum var talið að um 250 þúsund fiskar hefðu veiðst. Nýjustu fréttir herma hins vegar að einungis 38 þúsund fiskar hafi náðst. Þetta er gríðarlegt umhverfisslys.

The recapture of escaped salmon in Chile much lower than first estimates