Við hjá IWF höfum því miður þurft að takast á við ISAVIA út af auglýsingu okkar sem var tekin niður eftir að hafa verið uppi í flugstöðinni tíu daga í sumar.

Þrátt fyrir að við höfum lagfært texta í auglýsingunni, þar sem við fengum ábendingu um að of fast væri að orði kveðið, hafnar ISAVIA að setja auglýsinguna upp.

Þetta er mikið áhyggjuefni og bein atlaga að tjáningarfrelsinu.

Eldi í opnum sjókvíum er mengandi starfsemi sem ógnar umhverfi og lífríki Íslands. Mikilvægt er að vekja athygli á þessum staðreyndum.

Það getur ekki verið eðlilegt að opinbert félag megi koma í veg fyrir að umhverfisverndarfólk birti auglýsingu, sem varðar almannahagsmuni og á því erindi til almennings, í opinberu rými þar sem auglýsingar eru almennt leyfðar.

Hér má lesa frétt Fréttablaðsins um þetta mál.

Skiltið sem fékk að vera uppi í 10 daga í Leifsstöð áður en ISAVIA tók það niður.

ISAVIA hafnar því að þessi útgáfa af auglýsingunni fái að fara upp í flugstöðinni.