Gott að sjá fjölmiðlana skoða þessar skuggalegu hliðar laxeldisins.

Skv. frétt Fréttablaðsins:

Úrgangslosun í sjó af völdum sjókvíaeldis á Íslandi samsvarar því ef skólp Reykvíkinga færi óhreinsað í sjóinn. …

Fram kemur í tölulegum upplýsingum um umhverfisáhrif laxeldis að: „úrgangsefni við framleiðslu á einu tonni af laxi samsvarar klóakrennsli frá átta manns.“ Samkvæmt Kristjáni Davíðssyni, framkvæmdastjóra landssambandsins, segir hann að allt að 14.000 tonn verði framleidd af fiski í ár og að þessi iðnaður sé í stöðugri framþróun og sókn. Því er mjög líklegt að magn framleidds fiskjar úr sjókvíum aukist mjög á næstu árum.

14.000 tonn af framleiddum laxi og urriða í sjó þýðir því að skólp 112.000 manna rynni óhreinsað í sjóinn. Til samanburðar bjuggu í höfuðborginni í byrjun árs rétt um 123 þúsund manns.