Þetta er til fyrirmyndar. Landeldið er laust við laxalús og eldisfiskurinn er mun heilbrigðari en sá sem er hafður í sjókvíum.

Í frétt mbl.is segir Árni Páll að Matorku hafi tek­ist að markaðssetja eld­is­bleikj­una sem „premium“ vöru og von­ast hann til að það sama verði hægt að gera við lax­inn.

„Matorka sæk­ir á markaðinn fyr­ir hágæða eld­is­fisk og hef­ur m.a. samið við banda­rísku veit­ingastaðakeðjuna Nobu. Bráðum bæt­ist lax­eldi við til að renna fleiri stoðum und­ir rekst­ur­inn.

Upp­bygg­ing fisk­eld­is Matorku úti á Reykja­nesi hef­ur gengið vel. Frá því í ág­úst hef­ur staðið yfir slátrun á fyrstu kyn­slóð bleikju sem hef­ur vaxið og dafnað í tönk­um stöðvar­inn­ar skammt frá Grinda­vík, og stytt­ist í að slátrun á ann­arri kyn­slóð hefj­ist.

Matorka tók þátt í bás Íslands­stofu á sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­unni í Bost­on á dög­un­um en fyr­ir­tækið hef­ur þegar gert strand­högg á Banda­ríkja­markaði. „Við stefn­um á að ná fram­leiðslunni upp í 3.000 tonn inn­an skamms, og með litla básn­um í Bost­on vild­um við vinna í hag­inn fyr­ir það. Væri of seint að fara að sinna sölu- og markaðsstarf­inu þegar byrjað er að slátra,“ seg­ir Árni Páll Ein­ars­son fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins en í dag get­ur Matorka fram­leitt ár­lega um 1.500 tonn af fiski. …

Að fram­leiða vöru í þess­um gæðaflokki greiðir okk­ur leið að kröfu­hörðustu kaup­end­um og t.d. stutt síðan Matorka gerði samn­ing um sölu á bleikju til veit­ingastaðakeðjunn­ar Nobu, sem meist­ara­kokk­ur­inn Nobu Matsu­hisha rek­ur í sam­starfi við Robert De Niro og fleiri stjörn­ur.“