Hæstiréttur í Chile hefur skipað stjórnvöldum þar í landi að koma á nýjum mengunarvarnarreglum innan tveggja mánaða. Tilefni dómsins er að stjórnvöld heimiluðu laxeldisfyrirtækjum að losa níu þúsund tonn af dauðum eldislaxi í sjóinn af „neyðarástæðum“ árið 2016. Í hæstaréttardómnum kemur fram að sú ákvörðun var ólögleg.

Í þessu samhengi er tilefni til að rifja upp að íslenskt laxeldisfyrirtæki hefur viðurkennt að hafa sleppt 160 þúsund laxaseiðum af norskum stofni í sjó við Gileyri á Tálknafirði árið 2002 í kjölfar gjaldþrots. Þessi tvö dæmi sýna okkur að menn leyfa sér ýmislegt við erfiðar aðstæður þrátt fyrir fyrri heitstrengingar um að standa vel að verki.

Chilean Supreme Court rules dumping of dead salmon illegal