Við hvetjum alla náttúruverndarsinna til að deila þessari grein sem birtist í Morgunblaðinu. Mikilvægt að sem flestir geri sér grein fyrir þessari grafalvarlegu stöðu.

,,Þetta er bara geðveiki. Með þessu er verið að samþykkja að allt að þrjá­tíu pró­sent seiða úr villtri laxveiðiá, séu eðli­leg af­föll þar sem sjókvía­eldi er stundað,“ segir Jens Olav Flekke, formaður NASF North Atlantic Salmon Fund í Nor­egi en þar er neyðarástand í og við fjölmargar laxveiðiár. Staðfest hefur verið af Hafrannsóknastofnun Noregs að allt að 90 prósent seiða hefur drepist þegar þau hafa lent í lúsageri frá sjókvíaeldi á leið sinni úr ánum á haf út.

Umhverfi villtra stofna verður sífellt fjandsamlega af manna völdum og hafa áhrifin af sjókvíaeldinu verið geigvænleg alls staðar þar sem það er stundað.

Hiti og þurrkar vegna þeirra loftslagshamfara sem brostnar eru á setja stofna í enn meiri hættu en áður, þar á meðal hér á landi. Það er martröð að hugsa til þess ef stórt sleppislys yrði í sjókvíaeldi við Ísland á þessu sumri með okkar villtu stofna í svona viðkvæmri stöðu.