Í Wisconsin í Bandaríkjunum er lítil landeldisstöð með lax með samtengdu stærra gróðurhúsi sem nýtir allan úrgang frá eldinu sem áburð fyrir umfangsmikla matjurtaframleiðslu.

„Í stuttu máli þá sér fiskurinn plöntunum fyrir næringu og plönturnar hreinsa vatnið fyrir fiskinn,“ segir Steve Summerfelt, sérfræðingur í vatnsendurnýtingarkerfum fyrir fiskeldi (recirculating aquaculture system – RSA) hjá fyrirtækinu. „Þannig getum við tekið eitt tonn af fiskafóðri og farið langleiðina með að framleiða eitt tonn af Atlantshafslaxi og síðan fimm til tíu tonn af matjurtum,“ segir Summerfelt.

Fyrirtækið, Superior Fresh, hefur um hríð framleitt lax til sölu í verslunum og veitingastöðum og hyggur nú á að bæta við fleiri og stærri einingum þar sem fiskeldi og matjurtaframleiðsla fer saman með þessum hætti án þess að neinni mengun sé dælt út í náttúruna.

Er þetta ólíkt huggulegri starfsemi en sjókvíaeldið þar sem allur úrgangur er látinn streyma óhreinsaður í sjóinn auk eiturefna og lyfja sem notuð eru í þessum iðnaði, svo ekki sé minnst á sleppifiskana sem ógna villtum laxastofnum.

Sjá umfjöllun SalmonBusiness.