Sjókvíaeldiskvótakóngarnir eru nú þegar búnir að taka milljarða út á þessi leyfi í sinn vasa. Við skulum athuga að þau snúast ekki um neitt annað en afnot af islensku hafsvæði. Svo berjast framkvæmdastjóri SFS og formaður samkeppnishæfnissvið SA fyrir því núna að ekkert verði greitt fyrir áframhaldandi afnot af þessum náttúruauðlindum vegna þess að greinin er í ,,uppbyggingarfasa”.

Samkvæmt frétt Stundarinnar:

“Norski laxeldisrisinn Salmar, meirihlutaeigandi Arnarlax á Bíldudal, telur að laxeldisleyfi fyrirtækisins hafi verið gróflega vanmetin í bókhaldi þess. Salmar færir laxeldisleyfi Arnarlax á Íslandi á fjórfalt hærra raunverði en áður bókfært verðmæti þeirra var, í nýjasta ársreikningi norska laxeldisfyrirtækisins sem var gerður opinber í dag.

Þetta sýnir meðal annars að verðmætið sem Salmar sér í Arnalaxi eru ekki eiginlegar núverandi eignir félagsins heldur framleiðslugeta Salmar á eldislaxi í framtíðinni.  Þetta viðhorf kemur glögglega fram í ársreikningi Salmar þar sem meðal annars segir:  „Arnarlax á leyfi til að framleiða nærri þrefalt meira af eldislaxi en félagið gerði í fyrra þegar sjö þúsund tonn voru framleidd.“