Við tökum undir með Viðskiptablaðinu. Hvað er í gangi hjá Skipulagsstofnun? „Hvernig getur fyrirtæki óskað eftir því að stjórnvald dragi álit tilbaka?“

Sjá Viðskiptablaðið:

Alltof margir vestfirskir sveitarstjórnarmenn svamla um í sjókvíum eins og selir. Í þau fáu skipti sem þeir reka upp höfuðið hrópa þeir slagorð gegn öllum sem vilja fara varlega, læra af mistökum annarra og byggja þessa atvinnugrein upp í sátt við náttúruna. Og ef Skipulagsstofnun og  Hafrannsóknarstofnun eru á öndverðu meiði þá er það sett í annarlegt samhengi.

Sjálfur bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Gísli Halldór Halldórsson, tók grímuna af  þegar fréttir bárust af áliti Skipulagsstofnunar vegna Háafells. „Eftir óhemju vinnu og viðleitni Háafells til að verða við öllum kröfum – sem gerðar eru af lögum, stjórnvöldum og öðrum – þá fellir Skipulagsstofnun málið á orðum nokkurra stangveiðikalla.” Þetta er ekki bara popúlismi heldur er stjórnmálamaðurinn þarna í grimmri hagsmunabaráttu fyrir eitt fyrirtæki. Þó hrafnarnir séu hrifnir af slori þá finnst þeim þetta of langt gengið.”