„Erfðablöndu frá norskum eldislaxi getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir íslenska laxastofninn“

Landssamband fiskeldisstöðva ásamt Gunnari Steini Gunnarssyni framleiðslustjóra hjá Löxum sendi frá sér þarfa brýningu í gær um að hlusta skuli á vísindamenn þegar kemur að ákvörðunum um eldi. Sá stóri annmarki var þó á þessari áminningu að sjókvíeldismennirnir misskildu rannsóknirnar sem var vísað til. Þar á meðal rannókn Kjetil Hindar helsta séfræðings norsku Náttúrufræðistofnunarinnar í erfðafræði laxa. Þvert á það sem sjókvíaeldismennirnir héldu fram, þá varar Kjetil mjög eindregið við notkun á norskum eldislaxi við Ísland, eins og sjá má í meðfylgjandi stiklu úr heimildarmynd Þorsteins Joð, sem verður sýnd á RÚV sunnudaginn 13. maí.

https://www.facebook.com/thorsteinn.vilhjalmsson/videos/10215970849005491