Freyr Frostason stjórnarformaður IWF svarar hér Davíð Þorlákssyni, forstöðumanni samkeppnishæfnissviðs SA, sem skrifaði Bakþanka í Fréttablaðið á dögunum og hélt því fram það að sjókvíaeldisfyrirtækin ættu ekki að greiða gjald fyrir afnotin af náttúru Íslands.

„Á undanförnum árum hefur verið losað um takmarkanir á eignarhaldi erlendra aðila í atvinnurekstri hér á land. Engar slíkar takmarkanir eru í sjókvíaeldi. Í þessu umhverfi er afar mikilvægt að verja innlenda hagsmuni með ramma um nýtingu auðlinda rétt eins og hugmyndin er að gera með gjaldinu sem Davíð vill ekki að dótturfélög norsku laxeldisrisanna greiði.

Ný sjókvíaleyfi í Noregi kosta að lágmarki 1,7 milljón íslenskar krónur hvert tonn. Á uppboði norskra stjórnvalda í fyrra fór verðið hæst í rúmlega þrjár milljónir tonnið. Hér á landi hafa verið gefin út leyfi fyrir tæplega 60 þúsund tonna sjókvíaeldi án þess að fyrirtækin hafi þurft að greiða krónu fyrir nýtingu hafsvæðanna. Í Noregi hefðu þau að lágmarki þurft að borga um 100 milljarða íslenskra króna fyrir sambærilegt magn.“

Grein Freys er aðgengileg á vef Fréttablaðsins.