Mjög skynsamleg varnaðarorð í leiðara Viðskiptablaðsins.

“Þetta hljómar allt vel en þá þarf að skoða hina hliðina á peningnum. Hún er sú að í dag ganga helmingi færri laxar upp í norskar ár en fyrir 30 árum. „Villtur lax í Noregi er eins og tígrisdýr á Indlandi, pöndur í Kína og nashyrningar í Suður-Afríku,“ segir Erik Sterud, hjá Norske Lakseelver, samtökum norskra veiðiréttahafa. Til að gæta allrar sanngirni þá kann virkjanagerð og súrt regn einnig haft áhrif á norska laxastofninn.

Eftir stendur spurningin hvort Íslendingar vilji fórna sínum villtu laxastofnum fyrir skjótfenginn gróða og störf í landi? Miðað við stefnu stjórnvalda þá virðist svarið við þessari spurningu vera “já”. Fyrst svo er þá ættu menn allavega að sjá sóma sinn í því að hafa hér almennilegt eftirlit. Í drögunum, sem hér hefur verið rætt um, er mikil áhersla á innra eftirlit, sem þýðir að laxeldisfyrirtækin hafa eftirlit með sjálfum sér. Þetta er ótækt. Óháð stofnun á að sinna eftirliti og hún að gera það almennilega. Til þess að það sé hægt verður ríkið stórauka fjárframlög til slíkrar stofnunar, hvort sem hún heitir Hafrannsóknarstofnun eða MAST.”

Viðskiptablaðið bendir á að við Íslendingar ættum að læra af reynslu Norðmanna og fara aðra leið:

„Fyrst við ætlum að stunda hér laxeldi, sama hvað tautar og raular, þá þarf þessi hugsun að vera til staðar í því líka. Framleiðum lítið en notum okkar sérþekkingu til að búa til betri vöru en aðrar laxeldisþjóðir. Stefnum náttúrunni ekki í meiri hættu en við höfum þegar gert — lærum af mistökum Norðmanna.“