Landssamband veiðifélaga gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp um breytingar á fiskeldislögum.
„Landssamband veiðifélaga hefur gert alvarlegar athugasemdir við frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi. Sambandið mótmælir því sérstaklega að í frumvarpinu er kveðið á um að setja eigi á fót samráðsnefnd með fulltrúum hagsmunaaðila sem fjalla á um áhættumat erfðablöndunar. Sambandið segir að með þessu háttalagi muni ráðherra grafa undan áhættumatinu.
Í fréttatilkynningu frá Landssambandinu segir að áhættumatið sé í raun gert að tillögu Hafrannsóknarstofnunnar en í frumvarpinu er einnig kveðið á um að ráðherra eiga að staðfesta matið. Þessar breytingar eru að mati sambandsins „skýlaust brot“ á undirrituðu samkomulagi sem náðist um meðferð áhættumatsins í lögum sem samþykkt var í starfshópi um stefnumótun í fiskeldi.“
Þetta er réttmæt gagnrýni á frumvarpið.