Fréttir
Eldislax byrjaður að para sig við villtan lax
MAST hlýtur að kæra forráðamenn Arctic Fish. Það voru þeir sem ákváðu að sinna ekki neðansjávareftirliti í rúma þrjá mánuði með sjókvínni sem þessi eldislax slapp út úr því netin í henni voru rifin. Myndin sýnir eldishrygnu sem hefur parað sig með villtum hæng í...
Ítarleg umfjöllun Dagens Næringsliv um skelfilega niturmengun frá norsku sjókvíaeldi
Svona er ástandið nú orðið í norskum fjörðum. Þessu liði var bara leyft að koma hingað með þennan hroða. Svei þeim og húskörlunum sem greiddu götu þeirra. Í ítarlegri umfjöllun Dagens Næringsliv kemur meðal annars fram: Seniorrådgiver og biolog Tom N. Pedersen hos...
„Það stendur ekki steinn yfir steini“ – pistill Sigurjóns Pálssonar
Við fengum þennan stutta pistil eftir Sigurjón Pálsson sendan og endurbirtum hér, enda kjarnar hann vel hræsni sjókvíaeldisfyrirtækjanna. „Það stendur ekki steinn yfir steini af því sem Svein Ove Tveiten, forstjóri Arctic Fish, segir í viðtali. Hann kveðst algjörlega...
Róttækra aðgerða er svo sannarlega þörf: Það er hrein sturlun að þrefalda sjókvíaeldið
Með um 33.000 tonn af lífmassa af eldislaxi í sjókvíum (einsog magnið er núna) er gjörsamlega allt á hliðinni vegna þessarar starfsemi. Stjórnvöld gera ráð fyrir að framleiðslan geti rúmlega þrefaldast, farið í 106.500 tonn á ári. Það þýðir að eldislöxunum í...
Sjókvíaeldið ógnar lífsafkomu hundruða bændafjölskyldna
Sjókvíaeldið er byrjað að eyða tekjum sem eru meðal grunnstoða lífsafkomu mörg hundruð bændafjölskyldna. Hlunnindi af sjálfbærum veiðum stangveiðifólks hafa kynslóð eftir kynslóð skipt sköpum við að tryggja búsetu í sveitum Íslands. Forráðamenn...
Gríðarlegt magn eldislaxa í laxastiganum í Blöndu
Á átta dögum hafa hátt í þrjátíu eldislaxar verið háfaðir úr laxastiganum í Blöndu. Þetta er eini staður á Norð-Vesturlandi þar sem hægt er að stöðva þessa fiska og ná þeim. Annars staðar hafa þeir vaðið óhindrað upp á árnar. Myndbandið sem fylgir þessari frétt...
„Ævarandi skömm stjórnmálafólks“ – grein Bubba Morthens
Grein Bubba birtist á Vísi: „Fyrir nokkrum árum skrifaði ég marga pistla um laxeldi í sjó. Í þeim var ég ekki að spá neinu heldur sagði ég skýrt og greinilega frá því hvað myndi gerast. Fyrrverandi forseti alþingis fór að lobbíast fyrir norska auðkýfinga og fjörður...
Bubbi lýsir þessari sögu einsog hún er
Bubbi lýsir þessari sögu einsog hún er. Það er merkilegt að meintur umhverfisráðherra hefur ekki sagt orð um þessa katastrófu sem er í gangi. Af hverju skyldi það vera? Vísir fjallaði um þrumugrein Bubba: „Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens sakar íslenska stjórnmálamenn...
Arctic Fish sinnti engu eftirliti með kvínni í Patreksfirði í þrjá mánuði
Nú hefur það verið staðfest með erfðarannsóknum sem lá þó nánast fyrir áður. Eldislaxarnir sem eru að vaða upp í heimaár íslenska villta laxins koma úr sjókví fyrirtækisins Arctic Fish. Í fréttatilkynningu sem var að birtast á vefsvæði MAST koma fram þær ótrúlegu...
Nærri þrjátíu eldislaxar þegar borist til Hafrannsóknastofnunar
Af útliti og einkennum að dæma er ekki vafi að þetta eru eldislaxar, segir Guðni Guðbergsson sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun. Og hvað er í húfi? „Náttúrulega hagsmunir stofnsins sjálfs. Algjörlega og líffræðilegur fjölbreytileiki bara á Íslandi yfir höfuð,“ segir...
Viðvarandi lúsaplága í sjókvíum á Vestfjörðum: Sjókvíaeldið er viðvarandi umhverfisslys
Enn og aftur eru sjókvíaeldisfyrirtækin að fara að dæla skordýraeitri í sjóinn fyrir vestan. Í þetta skiptið á að nota efni sem Wikipedia útskýrir með þessum orðum: "Azamethiphos is very toxic for the environment." MAST hefur heimilað notkun þessa eiturefnis gegn...
Óhugnanlega mikið af strokulaxi í ám á Vestfjörðum
Þetta er ótrúleg frásögn. Um síðustu helgi náðu Elías og félagar með sínum persónulega búnaði jafnmikið af eldislaxi og Fiskistofa hafði áður gert en fulltrúar hennar voru hvergi sjáanlegir á svæðinu. Það er hreint með ólíkindum að starfsfólk Fiskistofu sitji með...