Þetta er hörmulegt ástand. Jón Víðir Hauksson birti eftirfarandi myndir af eldisfiskum sem náðust í Staðará í Steingrímsfirði

Þetta er Staðará í Steingrímsfirði. Á sem landeigendur nýta að mestu sjálfir og nostra við að rækta og hlúa að villta laxastofninum sem áin geymir.

Nú er staðan þessi! Landeigendur þurftu að leggja í mikla vinnu síðustu helgi við að reyna uppræta strokulaxa úr sjókvíaeldi í Patreksfirði í þessari viðkvæmu á okkar!

Þetta er nánast óvinnandi verkefni í þröngum gljúfrum og fossum! Líklegt er að 20% hrygningafiska í ánni eru eldislaxar og búið að ná um 15% sem fundist hefur.

Ég er sorgmæddur og fullur vonleysis gegn þessari nýðslu á náttúruna!

Norsku peningaöflin keyra yfir okkur með dyggri hjálp Alþingis og þeirra sem horfa til skjótfengins gróða á kosnað Íslenskrar náttúru