RÚV fjallaði um stofnun Iceland Wildlife Fund:

“Íslenski náttúruverndarsjóðurinn,The Icelandic Wildlife Fund (IWF), hefur verið stofnaður en honum er ætlað að leggja áherslu á náttúruvernd og umhverfismál. Sjóðurinn hyggst standa vörð um villta laxastofninn, sjóbleikju, sjóbirting og aðra ferskvatnsfiska í ám og vötnum landsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnendum; Ingólfi Ásgeirssyni flugstjóra og Lilju R. Einarsdóttur framkvæmdastjóra.

Í tilkynningu kemur jafnframt fram að sjóðurinn sé grasrótarstofnun og ekki rekinn í ágóðaskyni heldur með frjálsum framlögum.

Aðstandendur segja nauðsynlegt að spyrna við fótum við hugmyndum um stórfellt fiskeldi og stóraukið sjókvíaeldi við strendur landsins.”