Á sex mánuðum hefur norski fiskeldisrisinn SalMar, sem er stærsti eigandi Arnarlax, tvöfaldað verðmæti sitt og er fyrirtækið nú metið á um 5 milljarða evra, eða um 625 milljarða íslenskra króna, í norsku kauphöllinni.

Verðmæti norskra eldisfyrirtækja hefur verið að aukast mjög en þau eiga yfirgnæfandi meirihluta í eldi við Ísland.

Þessum fyrirtækjum eru íslensk stjórnvöld að afhenda svo til ókeypis leyfi fyrir sjókvíaeldi sem er vitað að er háskaleg umhverfi og lífríki. Þar að auki er ríkissjóður (íslenskir skattborgarar) að dæla yfir hundrað milljónum í umhverfissjóð fiskeldisstöðva, en að baki þeim eru þessir moldríku eigendur.

Mikilvægt er að átta sig á að laxeldi er orðinn gamall og gróinn iðnaður í Noregi rétt eins og olíuiðnaðurinn þar í landi. Að Íslendingar séu að niðurgreiða komu norskra fiskeldisfyrirtækja er jafn glórulaust og ef norska olíuiðnaðinum væri greitt fyrir að hefja hér vinnslu. Það myndi ekki nokkrum manni detta í hug.

Doubled fortune in six months