Þetta eru hreint afleit tíðindi, en þó því miður með öllu fyrirsjáanleg.

Í byrjun júlí bárust fréttir af stórum götum á sjókvíum Arnarlax í Tálknafirði og ljóst var að eldislax hafði sloppið þaðan út. Fyrirtækið gat ekki upplýst um hversu mikið af fiski hafði sloppið einfaldlega vegna þess að það hafði ekki hugmynd um það, en 150 þúsund fiskar voru í kvínni áður en götin á netum hennar uppgötvuðust.

Við skulum athuga að þetta er byrjað, þó er aðeins brot komið af eldislaxi ísjó af því sem sjvókvíaeldismenn vilja að fari þar niður.

Við tökum eindregið undir með Birni K. Rúnarssyni, staðarhaldara í Vatnsdalnum: laxeldi í opnum sjókvíum er hryðjuverk gegn íslenskri náttúru. Björn segir m.a. í viðtali við Morgunblaðið:

„Það er ekk­ert eldi hér ná­lægt, það er langt í næsta eldi á Vest­fjörðum. Það er búið að segja okk­ur að eld­is­fisk­ur­inn fari ekk­ert inn á þessi svæði en við vit­um all­ir að það er bara kjaftæði. Hann ferðast víða, enda er hann með sporð.“