Ákall sir David Attenborough um mikilvægi þess að vernda villta laxastofna fyrir ágangi mannsins hefur eðlilega vakið mikla athygli. Fáir einstaklingar hafa verið meira áberandi í heiminum þegar kemur að baráttu fyrir verndun umhverfisins og lífríkisins.

Hér er viðtal við Sir David þar sem hann talar um hversu illa mannkynið hefur farið með náttúruleg heimkynni laxastofna í ám og hafinu með ýmsum hætti um langa hríð og nú undanfarin ár með stórauknu sjókvíaeldi á laxi. Erfðablöndunin við eldislax dregur mjög úr getu villtra stofna til að lifa af í umhverfi sem er þeim nú þegar fjandsamlegt af manna völdum.

Það er löngu tímabært að við snúum af þessari óábyrgu braut í umgengninni við náttúruna.