Þarna er greinilega flest allt í tjóni. Úr frétt RÚV: 

“Laxeldisfyrirtækið Arnarlax eitraði nýverið í annað sinn fyrir laxalús. Magn laxalúsar í Tálknafirði var meðal ástæða þess að núverandi árgangur af laxi fær ekki alþjóðlega vottun. Framkvæmdastjóri segir að fyrirtækið taki lúsina alvarlega en að hún hafi ekki áhrif á áform þess. …

Margt hefur gengið á í eldisstöð Arnarlax í Tálknafirði, fiskurinn er nýrnaveikur, í vetur brotnaði flothringur á kví og tugþúsundir fiska drápust við flutning. Í sumar flæktist nót í óvarðri skrúfu báts og þá slapp eldisfiskur út um göt. Arnarlax hefur verið í umsóknarferli fyrir alþjóðlega umhverfisvottun ASC fyrir eldisstöðina og í skýrsludrögum vottunarstofunnar kemur fram að núverandi árgangur af laxi fái ekki vottun, ein af meginástæðunum er lúsamagn.”