Þessar fréttir eru gríðarlega ánægjulegar! Eins og bent er þarna á er áhrifamesta leiðin til að tryggja að sem flestir hrygningarlaxar nái að snúa aftur til ánna sinna hér á Íslandi (og miklu víðar) er að draga verulega úr úthafsveiðum á villtum Atlantshafslaxi þar sem hann dvelst á næringaríkum slóðum við Grænland og Færeyjar. Orra heitnum Vigfússyni verður seint þakkað um of fyrir að hafa átt frumkvæðið að þessum stórmerkilega verndarstarfi á sínum tíma.

Skv. frétt Vísis:

The Atlantic Salmon Federation (ASF) og Verndarsjóður villtra laxastofna (NASF, North Atlantic Salmon Fund) hafa náð samningum við sjómenn á Grænlandi og í Færeyjum.

Samkvæmt tilkynningu mun þessi samningar „forða þúsundum fullorðinna Atlantshafslaxa frá úthafsveiðum í net og þannig auka líkurnar á að þeir nái að snúa aftur til hrygningar á æskustöðvum sínum“. Nýi grænlenski laxverndarsamningurinn sé til tólf ára. Skrifað hafi verið undir samninginn eftir liðlega heils árs viðræður. Til að bæta grænlenskum sjómönnum tekjutap munu ASF og NASF styrkja aðra atvinnuþróun, rannsóknir og menntun frumkvöðla sem beita sér fyrir verndun vistkerfa hafsins. Veiðimenn á Grænlandi munu þó geta veitt allt að tuttugu tonnum af laxi á ári til eigin neyslu og sölu í heimabyggð.