Það er þetta lagalega óvissuástand sem forsvarsmenn mengandi sjókvíaeldis eru að nýta sér við Ísland. Það er fráleitt að halda áfram að gefa út starfsleyfi á meðan staðan er þessi.

“Það liggur fyrir að það er ekki til löggjöf um skipulag haf- og strandsvæða og þá sérstaklega fjarða sem við höfum haft áhyggjur af mjög lengi,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð í viðtali við RÚV:

“Á meðan beðið er eftir nýjum lögum ætlar Fjarðabyggð að gera áætlun um nýtingu fjarðanna. „Það er mikilvægt að það liggi fyrir nýtingaráætlun þar sem fram kemur meðal annars hvar siglingaleiðir inn fjörðinn liggja hvar efnistökusvæðin eru hvar fiskeldi á að vera hvar sé aðstaða fyrir önnur fyrirtæki og samlegð við önnur skipulagsmál í landi. Það er bara mjög mikilvægt að þetta liggi fyrir í einn nýtingaráætlun. Og það er ekkert í raun og veru form á þessu í dag því löggjöfin er bara ekki tilbúin,“ segir Páll Björgvin.”