Gæslufólk laxveiðiáa Íslands bendir hér á þá stöðu sem sem er uppi:
„Í frumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til breytinga á gildandi lögum um fiskeldi er alfarið litið framhjá þeirri hættu sem varað er við í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna, sem kynnt var á fundi IPBES, vettvangs stjórnvalda og vísindastefnumótunar um líffjölbreytni og vistkerfi.“
Nú er spurningin hvort Alþingi ætli að láta þetta yfir lífríki landsins ganga eða ekki. Úrslitavaldið liggur hjá löggjafarsamkomunni. Nú reynir á.