Áhugaverð grein um áhrif laxeldis á atvinnumál á landsbyggðinni eftir Magnús Skúlason í Fréttablaðinu.

Í grein sinni segir Magnús m.a.:

“Í nýlegri vísindagrein kemur fram að allt að 80 prósent af hrygnum í norskum veiðiám er eldislax. Norskir laxastofnar hafa orðið fyrir óafturkræfum áhrifum vegna erfðablöndunar. Í hvert skipti sem nýir eldislaxar sleppa minnkar vægi náttúrulega laxins. Allar líkur eru á að villti stofninn muni deyja út á endanum. Íslendingar mega ekki láta það yfir sig ganga að verðmætri náttúruauðlind sé fórnað með tilkomu stórfellds norsks iðnaðareldis í sjókvíum hér á landi. Það verður að gera þá kröfu að stjórnvöld taki ábyrga afstöðu með hagsmuni náttúrunnar, og allrar landsbyggðarinnar, að leiðarljósi og tryggi framtíð villtu laxastofnanna.

Íslenskir laxastofnar eru auðlind sem okkur ber skylda til að viðhalda og nýta með sjálfbærum hætti og skila til komandi kynslóða.”