IWF fór á fund hjá Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneyti um áhættumat Hafró. Það var áhugaverður fundur og td. kom fram að hætta á laxalús er mjög mikil skv. Dr. Geir Lasse Taranger, norsku Hafrannsóknastofnuninni. Skv. umfjöllun mbl.is:
„Laxalús hefur aukið útbreiðslu sína með laxeldi í Noregi og lúsin berst úr eldislaxinum yfir í villta laxinn. Þetta sagði Dr. Geir Lasse Taranger, sérfræðingur við norsku hafrannsóknastofnunina Havforskningsinstituttet á morgunfundi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins um áhættumat Hafrannsóknastofnunnar um laxeldi. Sagði Tarenger ástandið hafa farið versnandi undanfarin fimm ár.
Um 600 eldisstöðvar eru nú í Noregi, en laxeldi þróaðist mjög hratt þar í landi fram til ársins 2011 er auknar kröfur um sjálfbærni eldisins komu fram. „Þetta er áhættusamt eldi. Það er mikil hætta á sleppingum,“ segir Taranger…
Töluverða vinna hefur líka verið lögð í rannsókn á áhrifum laxalúsarinnar á eldislax og villtan lax. „Laxalúsinni hefur fjölgað á þeim stöðum við strendur landsins þar sem laxeldi fer fram og ástandið hefur farið versnandi sl. fimm ár,“ segir hann.
Flókið sé að fá ítarlega mynd af því sem er að gerast og vissulega hafi áhættumat Havforskningsinstituttet sínar takmarkanir. Yfirvöld hafa m.a. verið gagnrýnd fyrir að ofmeta hættuna. Rannsóknin talar engu að síður sínu máli að sögn Tarengers og hefur t.a.m. sýnt að minni laxalús sé að finna á villtum laxi í ám fjarri eldisstöðum. „Áður en rannsóknin var gerð höfðum við litlar sannanir fyrir því að laxalúsin úr eldislaxi hefði slæm áhrif á villta laxinn,“ segir Tarenger. Þetta hafi rannsóknin hins vegar staðfest, m.a. með því að sýna fram á að ástandið í sjóbirtingi sé verra.“