IWF fór á fund hjá Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneyti um áhættumat Hafró. Það var áhugaverður fundur og td. kom fram að hætta á laxalús er mjög mikil skv. Dr. Geir Lasse Taranger, norsku Hafrannsóknastofnuninni. Skv. umfjöllun mbl.is:

“Laxal­ús hef­ur aukið út­breiðslu sína með lax­eldi í Nor­egi og lús­in berst úr eld­islax­in­um yfir í villta lax­inn. Þetta sagði Dr. Geir Lasse Tar­an­ger, sér­fræðing­ur við norsku haf­rann­sókna­stofn­un­ina Hav­forskn­ings­instituttet á morg­un­fundi sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðuneyt­is­ins um áhættumat Haf­rann­sókna­stofn­unn­ar um lax­eldi. Sagði Tar­enger ástandið hafa farið versn­andi und­an­far­in fimm ár.

Um 600 eld­is­stöðvar eru nú í Nor­egi, en lax­eldi þróaðist mjög hratt þar í landi fram til árs­ins 2011 er aukn­ar kröf­ur um sjálf­bærni eld­is­ins komu fram. „Þetta er áhættu­samt eldi. Það er mik­il hætta á slepp­ing­um,“ seg­ir Tar­an­ger…

Tölu­verða vinna hef­ur líka verið lögð í rann­sókn á áhrif­um laxal­ús­ar­inn­ar á eld­islax og villt­an lax. „Laxal­ús­inni hef­ur fjölgað á þeim stöðum við strend­ur lands­ins þar sem lax­eldi fer fram  og ástandið hef­ur farið versn­andi sl. fimm ár,“ seg­ir hann.

Flókið sé að fá ít­ar­lega mynd af því sem er að ger­ast og vissu­lega hafi áhættumat Hav­forskn­ings­instituttet sín­ar tak­mark­an­ir. Yf­ir­völd hafa m.a. verið gagn­rýnd fyr­ir að of­meta hætt­una. Rann­sókn­in tal­ar engu að síður sínu máli að sögn Tar­engers og hef­ur t.a.m. sýnt að minni laxal­ús sé að finna á villt­um laxi í ám fjarri eld­is­stöðum. „Áður en rann­sókn­in var gerð höfðum við litl­ar sann­an­ir fyr­ir því að laxal­ús­in úr eld­islaxi hefði slæm áhrif á villta lax­inn,“ seg­ir Tar­enger. Þetta hafi rann­sókn­in hins veg­ar staðfest, m.a. með því að sýna fram á að ástandið í sjó­birt­ingi sé verra.”