Alþingismaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé stígur hér fram og lýsir sinni framtíðarsýn á hvaða umgjörð skal búa fiskeldi á Íslandi. Það er til fyrirmyndar hjá þingmanninum að segja okkur frá því hvernig hann lítur á þetta mikilvæga mál. Við þurfum að fá fram sjónarmið fleiri fulltrúa sem sitja á löggjafarsamkundu þjóðarinnar.
Greinar Kolbeins eru alls þrjár, en þær má hana á Kjarnanum. Hann lýkur greinarflokki sínum með þessum skynsamlegu orðum:
„Að lokum vil ég ítreka það sem ég hef áður komið inn á í þessum greinaflokki. Hér er gerð tilraun til að finna sáttagrundvöll um fiskeldi. Kannski misheppnast hún og þá verður svo að vera. Umræðan er hins vegar alltaf til góðs og málið of mikilvægt til að stjórnmálamenn geti leyft sér að forðast umræðuna þó hún sé oft og tíðum erfið.“
1: „Auðlindagjöld og hagrænir hvatar,“ 20 ágúst
2: „Sjálfbærni og vísindalegur grunnur,“ 22 ágúst
3: „Umhverfisvæn uppbygging,“ 24 ágúst