Alþingismaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé stígur hér fram og lýsir sinni framtíðarsýn á hvaða umgjörð skal búa fiskeldi á Íslandi. Það er til fyrirmyndar hjá þingmanninum að segja okkur frá því hvernig hann lítur á þetta mikilvæga mál. Við þurfum að fá fram sjónarmið fleiri fulltrúa sem sitja á löggjafarsamkundu þjóðarinnar.

Greinar Kolbeins eru alls þrjár, en þær má hana á Kjarnanum. Hann lýkur greinarflokki sínum með þessum skynsamlegu orðum:

“Að lokum vil ég ítreka það sem ég hef áður komið inn á í þessum greina­flokki. Hér er gerð til­raun til að finna sátta­grund­völl um fisk­eld­i. Kannski mis­heppn­ast hún og þá verður svo að vera. Umræðan er hins vegar alltaf til góðs og málið of mik­il­vægt til að stjórn­mála­menn geti leyft sér að forð­ast umræð­una þó hún sé oft og tíðum erf­ið.”

1: „Auðlindagjöld og hagrænir hvatar,“ 20 ágúst

2: „Sjálfbærni og vísindalegur grunnur,“ 22 ágúst

3: „Umhverfisvæn uppbygging,“ 24 ágúst