„Munu framandi laxategundir sem eru nýttar í laxeldi, t.d. sjókvíaeldi hafa neikvæði áhrif á laxastofna hér við landi?“ spyr Trausti Baldursson, forstöðumaður vistfræði- og ráðgjafadeildar Náttúrufræðistofnunar Íslands í þessari frétt Morgunblaðsins og bendir á að ekki megi gleymast „að þó aðeins sé ein tegund af laxi við landið, þá hafi ýmsir stofnar tegundarinnar aðlagað sig að ákveðnum ám eða svæðum. Það er verið að taka áhættu sem er þekkt.“
Umfjöllunin er í tilefni af skýrslu sem kynnt var á vegum Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku og sýnir að vistkerfum jarðar hrakar á hraða sem ekki hefur áður sést í mannkynssögunni. Trausti segir að að efni hennar hafi ekki komið fræðimönnum Náttúrufræðistofnunnar á óvart.