„Munu fram­andi laxa­teg­und­ir sem eru nýtt­ar í lax­eldi, t.d. sjókvía­eldi hafa nei­kvæði áhrif á laxa­stofna hér við landi?“ spyr Trausti Bald­urs­son, for­stöðumaður vist­fræði- og ráðgjafa­deild­ar Nátt­úru­fræðistofn­unar Íslands í þessari frétt Morgunblaðsins og bendir á að ekki megi gleym­ast „að þó aðeins sé ein teg­und af laxi við landið, þá hafi ýms­ir stofn­ar teg­und­ar­inn­ar aðlagað sig að ákveðnum ám eða svæðum. Það er verið að taka áhættu sem er þekkt.“

Umfjöllunin er í tilefni af skýrslu sem kynnt var á veg­um Sam­einuðu þjóðanna í síðustu viku og sýn­ir að vist­kerf­um jarðar hrak­ar á hraða sem ekki hef­ur áður sést í mann­kyns­sög­unni. Trausti segir að að efni hennar hafi ekki komið fræðimönn­um Nátt­úru­fræðistofn­unn­ar á óvart.