Í þessu viðtali við forstjóra Arnarlax kemur fram í fyrsta skipti hversu gríðarleg fjöldi af eldislöxum drapst í sjókvíum hjá félaginu síðasta vetur. Samkvæmt fréttum sem birtust í febrúar og mars var staðfest að um 53 þúsund laxar hefðu drepist en líklegt væri að sú tala myndi hækka verulega og umfangið yrði ekki ljóst fyrr en að nokkrum mánuðum liðnum.

Forstjóri Arnarlax staðfestir í viðtalinu að um 200 þúsund fiskar lifðu ekki af vistina í sjókvíum félagsins. Það er geigvænleg tala. Til samanburðar er talið að allur hrygningarstofn villta íslenska laxins sé innan við 40 þúsund fiskar.

Í viðtalinu kemur einnig fram að nýrnaveiki hefur verið viðvarandi vandmál í sjókvíum Arnarlax frá stofnun félagins og framleiðslan á þessu ári verði 40 prósent minni en hún var 2017.

– Det er skuddpremie på Arnarlax i øyeblikket