Svona yfirgang hafa sjókvíaeldisfyrirtækin líka tileinkað sér gagnvart minni sveitarfélögum í Noregi. Allt kunnuglegt og eftir bókinni eins og svo margt annað í neikvæðri framgöngu þessa iðnaðar í ýmsum öðrum efnum.
Skv. frétt RÚV:
„Sveitarfélagið Vesturbyggð hefur stefnt Arnarlaxi vegna vangoldinna aflagjalda. fyrirtækið hefur greitt inn á kröfur sveitarfélagsins í takt við eldri gjaldskrá, sem ekki er lengur í gildi. Fyrirtækið segir skorta gagnsæi á hvert gjöldin renna.
Vesturbyggð breytti gjaldskrá aflagjalda í höfnum sveitarfélagsins fyrir 2020 á þann veg að mið er tekið af Nasdaq-vísitölu eldisfisks. Arnarlax, sem stundar fiskeldi í Arnarfirði og Patreksfirði og nýtir þjónustu hafna Vesturbyggðar telur að sveitarfélagið hafi ekki lagalega heimild til að heimta aflagjöld af fyrirtækinu, né til að byggja gjaldskrána á Nasdaq. Nota hefði átt upplýsingar um verðmæti eldisafla fyrirtækisins sjálfs, eins og var gert fram að því. Fyrirtækið neitar því að fylgja nýju gjaldskránni.“