48,7%
Næstum því annar hver eldislax sem norski sjókvíaeldisrisinn Mowi slátraði í fyrstu viku apríl var svo illa farinn af vetrarsárum að hann var flokkaður sem „framleiðslufiskur“. Það þýðir að ekki er hægt að gera úr honum flök. Í staðinn skera fyrirtækin sárin burt og senda svona fisk á markað sem fiskborgara.
Sjókvíaeldi á laxi er ótrúlega ógeðsleg matvælaframleiðsla.
Mowi er móðurfélag Arctic Fish fyrir vestan. Mun hærra hlutfall drepst af eldislaxi í sjókvíum við Ísland en við Noreg, þar sem ástandið þykir þó óásættanlegt.
Samkvæmt lagareldisfrumvarpi sem þrir matvælaráðherrar VG hafa komið að, Svandís Svavarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, eiga íslensk sjókvíaeldisfyrirtæki að fá að halda áfram að fara svona með eldisdýrin árum saman án þess að eiga hættu á að missa rekstrarleyfi. Þetta frumvarp má ekki verða að lögum.