Landssamband veiðifélaga vekur athygli á einstökri erfðasamsetningu villtra laxastofna á Vestfjörðum:

„Erfðasam­setn­ing stofna á Vest­fjörðum gef­ur til kynna að þeir myndi sér­stak­an erfðahóp og séu skyld­ari hver öðrum en laxa­stofn­um í öðrum lands­hlut­um. Leó sagði að betri grein­ingu þyrfti á stofn­gerð villtra laxa á Vest­fjörðum.

Íslenski laxa­stofn­inn hef­ur mesta erfðafræðilega sér­stöðu allra laxa­stofna í Evr­ópu. Norski lax­inn til­heyr­ir ann­arri þró­un­ar­línu. Sýnt hef­ur verið fram á erfðablönd­un villtra laxa og eld­islaxa í ná­grenni eld­is­svæða á Vest­fjörðum, eins og kom fram í skýrslu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar sem gef­in var út í fyrra. Sú staðreynd ógn­ar líf­fræðilegri fjöl­breytni og get­ur valdið því að villtu laxa­stofn­arn­ir á svæðinu hverfi í þeirri mynd sem þeir eru nú, að sögn Leós. Hann sagði eng­ar rann­sókn­ir styðja það að slík blönd­um hefði já­kvæð áhrif held­ur þvert á móti. Því væri brýnt að rann­saka hver staðan væri og grípa til aðgerða til vernd­ar ís­lenska villta lax­in­um.“

https://www.facebook.com/landssambandveidifelaga/posts/572651939781422?__tn__=H-R