Við stöndum með Hafmeyjuklúbbnum og íbúum Seyðisfjarðar gegn sjókvíaeldi í firðinum.
Í Mbl.is er fjallað um mótmæli íbúa Seyðisfjarðar gegn fyrirætlunum um sjókvíaeldi í firðinum. Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, sem er í samtökunum VÁ – félagi um vernd fjarðar, og situr í sveitarstjórn Múlaþings, segir að mótmælin hafi verið vel sótt.
„Ásrún bendir á að um 55 prósent Seyðfirðinga séu búin að ljá undirskriftalista nafn sitt til að mótmæla fiskeldinu
„Þetta er merki um það að peningar erlendra stórfyrirtækja séu að valta yfir vilja fólks,” segir Ásrún.
Hún bætir við að fundur sem var haldinn í bænum af Skipulagsstofnun ríkisins um haf- og strandsvæðisskipulag sem fyrirhugað er að samþykkja á komandi misserum hafi komið henni og mörgum íbúum á óvart.
„Tilfinningin var sú að skipulagið væri samið fyrir fiskeldið,” segir Ásrún og bætir því við að hún ásamt meðlimum í Vá – félags um vernd fjarðar – hafi í kjölfarið sent athugasemdir við skipulaginu en að svör hafi verið af skornum skammti. …
„Þeir tala um þetta eins og þetta eigi að gerast í haust 2023 og tala mjög fögrum orðum um að þetta eigi að fara fram í sátt og samlyndi íbúa en þetta er það alls ekki.”