Vetrarsár hafa valdið umtalsverðum dauða í sjókvíaeldi við Norður Noreg undanfarið. Þetta er bakteríusýking sem getur verið svo skæð að það þarf að slátra upp úr heilu kvíunum og farga. Fiskurinn er sérstaklega viðkvæmur fyrir þessu þegar sjórinn er kaldastur yfir vetrarmánuðina.

Í fyrra komu upp vetrarsár í kvíum meðfram allri strandlengju Noregs. Fiskidauði er alvarlegt vandamál í sjókvíaeldi landsins. Undanfarin þrjú ár hafa 53 milljónir eldislaxa drepist í kvíum þar við land.

Í ársbyrjun 2018 sagði sjávarútvegsráðherra Noregs að þetta væri algjörlega óviðunandi ástand og fylgdu í kjölfarið miklar heitstrengingar frá iðnaðinum um að úr þessu yrði bætt. Þegar árið var gert upp kom hins vegar í ljós að ástandið hafði ekkert lagast.

Slæm vetrarsár komu upp í sjókvíaeldi á Austfjörðum í fyrra. Þurfti af þeim sökum að slátra og farga gríðarlegu magni af fiski.

Sjá umfjöllun kyst.no