Þau eyðileggja vegina með þungaflutningum, borga ekki tekjuskatt á Íslandi en vilja að aðrir borgi fyrir það tjón sem þau valda.
Þetta eru sjókvíaeldisfyrirtækin sem eru skráð í norsku kauphöllinni.
Hlutdeild sjókvíaeldis á laxi í atvinnu á landinu er um 0,2 prósent en 330 ársverk voru unnin í sjókvíaeldisfyrirtækjunum fimm, samkvæmt nýjustu ársreikningum þeirra.
Þáttatekjur í greininni voru 0,3 prósent af tekjum í atvinnulífinu öllu árið 2022. Þáttatekjur eru summa rekstrarafgangs, afskrifta og launa.
Þessi fyrirtæki eru svo frek að þau vilja ekki einu sinni greiða hafnargjöld eftir verðskrá sveitarfélaganna. Þau vilja allt fyrir ekkert.
Um hagsmunagæsluna sjá svo SFS ríkustu og valdamestu lobbísamtök landsins.
Vegirnir á milli Suðurfjarðanna voru byggðir um miðja 20. öld og gera ekki ráð fyrir stórauknum þungaflutningum, meðal annars vegna laxeldis.
„Uppbyggingin hefur verið hröð en innviðirnir hafa ekki fylgt eftir og við erum að kalla á það að innviðirnir verði byggðir upp,“ segir Ólafur.
„Það eru töluverð verðmæti sem fara þarna um. Á Bíldudal verða til milli 2 og 3 prósent af útflutningsverðmætum Íslands. Þau eru flutt með þessum flutningabílum að stærstum hluta eftir þessum vegum. Okkar ákall hérna á þessu svæði er að ríkið nýti fjármunina sem það er að fá í tekjur af þessum verðmætum í að byggja upp eðlilegt flutningskerfi og eðlilegt vegakerfi.“
Ólafur segir íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum langþreytta á ástandinu og uppsafnaðri skuld í viðhaldi innviða.
„Þetta veldur því að samfélagsuppbygging verður erfiðari. Þetta veldur því að fyrirtæki eiga erfiðara með að starfa hérna á svæðinu.“