Þegar við hjá IWF sendum fyrirspurn til MAST í seinni hluta janúar um ástand sjókvia og eldisdýra við landið eftir þá vonsku tíð sem hefur ríkt í vetur, bárust svör um að ekkert óeðlilegt væri þar í gangi. Í þessari frétt sem MBL birti í dag, kemur svo annað í ljós:

“Slátrun lax úr kví­um fisk­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arn­ar­lax í Hring­dal í Arnar­f­irði hef­ur nán­ast legið niðri und­an­farn­ar vik­ur með þeim af­leiðing­um að lax­inn hef­ur verið að safn­ast upp í kví­un­um og drep­ast í aukn­um mæli. Arn­ar­lax leit­ar nú leiða til að auka slátr­un­ar­magn svo hægt sé að tæma kví­arn­ar. …

Fyr­ir­tækið hef­ur verið í sam­starfi við MAST í hátt í tvær vik­ur vegna stöðunn­ar sem kom­in er upp í Arnar­f­irði og er af­leiðing þró­un­ar sem hófst í byrj­un des­em­ber. Arn­ar­lax er með lax í fimm kví­um í Arnar­f­irði og nú hafa safn­ast upp um fjög­ur þúsund tonn af laxi sem kom­inn er yfir 5 kg og því til­bú­inn til slátr­un­ar.

„Síðan við þess­ar aðstæður, þegar hiti í sjó er kom­inn niður í tvær og hálfa gráðu vill fisk­ur­inn oft færa sig niður og þegar þess­ar óveðurs­lægðir eru svona djúp­ar þá eru straum­köst­in al­veg gíf­ur­leg. Við þess­ar aðstæður er lít­ill hluti fisks­ins sem nudd­ar sér við nót­ina og það er nóg til þess að bakt­erí­ur og ákveðnir sýkl­ar sem valda sár­um kom­ist í fisk­inn. Það get­ur leitt til dauða á ein­hverj­um vik­um,“ …

Bakt­erí­urn­ar eru að sögn Gísla ekki hættu­leg­ar heil­brigðum fisk­um held­ur séu þær hefðbundn­ar í þessu um­hverfi en geti leitt til veik­inda og dauða kom­ist þær í opin sár. Þegar fisk­ar deyja af slík­um völd­um get­ur það tekið fimm daga og upp í hálf­an mánuð þangað til dauður fisk­ur flýt­ur upp á yf­ir­borðið og þá þurfi að fjar­lægja hann.”