Hasarinn við afla sem flestra leyfi fyrir sjókvíaeldi hefur aldrei snúist um byggðarsjónarmið eða hagsmuni fjöldans. Gróði örfárra var og er alltaf eina ástæðan. Þetta samhengi kemur glöggt fram í frétt Stundarinnar. Félag stjórnarformanns Arnarlax hefur hagnast margfalt á við það sem er greitt til ríkisins vegna sömu leyfa og mynda hagnaðinn. Þær greiðslur eru fyrst og fremst hugsaðar sem framlag til þess kostnaðar sem sem fellur á ríkið vegna starfseminnar.
Munum svo að Vesturbyggð hefur þurft að hefja dómsmál á hendur Arnarlax vegna þess að fyrirtækið neitar að borga hafnargjöld samkvæmt verðskrá. Upphæðin sem deilt er um nemur um 19 milljónum króna. Stjórnarformaður Arnarlax hagnaðist um tæpar 700 miljónir á hlut sínum í félaginu í fyrra.
Skv. frétt Stundarinnar:
„Eignarhaldsfélag í eigu stjórnarformanns Arnarlax, Kjartans Ólafssonar, hagnaðist um tæplega 688 milljónir króna í fyrra vegna verðhækkana á hlutabréfum þess í Arnarlaxi og sölu þess á hlutabréfum í félaginu. Þetta kemur fram í ársreikningi eignarhaldsfélags hans, Gyðu ehf., í fyrra sem skilað var til ársreikningaskrár í lok september síðastliðinn. …
Verðmætin í Arnarlaxi liggja í laxeldisleyfum félagsins, leyfum til að framleiða eldislax í fjörðum Íslands. Þessi leyfi ganga kaupum og sölum í Noregi fyrir há verð en ekki á Íslandi. Í fyrrra hafði Arnarlax yfir að ráða leyfum til að framleiða 22 þúsund tonn af eldislaxi. Eitt af því sem mikið hefur verið í umræðunni á Íslandi er af hverju íslensk stjórnvöld nær gefi þessi leyfi til framleiðslu á eldislaxi á meðan þau eru seld dýrum dómum í Noregi.“