Vísir fjallar hér um þessa mjög svo sérstöku ákvörðun ISAVIA, sem tók skiltið niður fyrir tæpum mánuði við vægast sagt enga ánægju okkar hjá IWF. Við ákváðum að draga djúpt andann og reyna að finna lausn á því hvernig við gætum fengið það sett upp aftur.
Skilaboðin í auglýsingunni eru mjög mikilvæg og þar er ekkert of sagt. Texti auglýsingarinnar er byggður á efni sem hefur verið birtur í ritrýndum vísindaritum.
Vonandi fæst farsæl niðurstaða í þetta mál á næstu dögum. Þarna er félag í eigu íslenska ríkisins að eigin frumkvæði að takmarka tjáningarfrelsi grasrótarsamtaka sem berjast fyrir umhverfisvernd.
„Icelandic Wildlife Fund, sem berst meðal annars gegn vexti sjókvíaeldis hér á landi, hefur vísað ákvörðun Isavia um að fjarlægja auglýsingaskilti sem sjóðurinn fékk sett upp í Leifsstöð 17. júlí síðastliðinn, til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA).
Skiltið hékk í innritunarsal flugstöðvarinnar í 10 daga en var þá fjarlægt.
„Isavia hefur lagt höfuðáherslu á að þær auglýsingar sem eru í flugstöðinni séu fyrst og fremst miðaðar að því að auglýsa vöru og þjónustu en séu ekki auglýsingar um álitamál þar sem tveir hópar eru að takast á um umdeild málefni. Þess vegna hefur Isavia lagt áherslu á að auglýsingar séu bornar undir starfsmenn áður en þær eru settar upp,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.“