Mannvirkið á myndinni í fréttinni hér fyrir neðan er risavaxin sjókví sem mun geyma Atlantshafslax í Gulahafi milli Kína og Kóreuskagans, um það bil 250 kílómetrum frá strönd Kína.
Ekkert er til sparað við uppbyggingu á laxeldi víða um heim. Annars vegar er verið að reisa feikilega stórar landeldisstöðvar og hins vegar sjósetja kvíar, af svipaðri gerð og þessi frétt segir frá, til notkunar á miklu dýpi langt út á rúmsjó. Í báðum tilvikum gengur þessi framleiðsla út á að ala eldislax sem næst þeim mörkuðum sem á að selja hann á.
Eldi á laxi í netapokum á grind inni í fjörðum þar sem úrgangur safnast upp á botninum og skaðar umhverfið og lífríkið er tímaskekkja.