Hér er komin undirskriftasöfnun þar sem er skorað á Alþingi að hafna frumvarpi ríkisstjórnarinnar um lagareldi sem kveður á um gefa ótímabundin leyfi til nýtingar auðlinda okkar í íslenskum fjörðum endurgjaldslaust.
Frumvarpið heimilar mengandi iðnaðarframleiðslu með sjókvíeldi á viðkvæmustu svæðum við strendur Íslands undir litlu eftirliti og hefur hagsmuni leyfishafa í fyrirrúmi á kostnað almannahagsmuna og náttúru landsins.
Einn frambjóðandi í forsetakosningum er ábyrgðarmaður söfnunarinnar en málið er miklu stærra en þær kosningar. Við hvetjum ykkur öll kæru vinir til að skrifa undir sama hvaða stjórnmálaafl eða frambjóðanda þið styðjið. Málið varðar hag þjóðar og náttúru landsins sem við eigum öll saman.