Eftir­lits­stofnun EES-samningsins (ESA) hefur úrskurðað að ís­lenska ríkið hafi gerst brot­legt við átta greinar í reglum EES um mat á um­hverfis­á­hrifum þegar það breytti lögum um fisk­eldi í októ­ber 2018 og útilokaði almenning frá umfjöllun um bráðabirgðaleyfi.

Þessi framganga ráðherranna hryggir okkur. Annar er nú horfinn úr pólitík en hinn, sem mikið var vænst af, er þar enn.

Því miður brást þáverandi umhverfisráðherra algjörlega í þessu máli: umhverfinu, lífríkinu og almenningi sem hann á að þjóna.

Skv. frétt Fréttablaðsins:

„ESA átelur ís­lenska ríkið og sér­stak­lega fyrr­verandi um­hverfis- og auð­linda­ráð­herra, Guð­mund Inga Guð­brands­son, og fyrr­verandi sjávar­út­vegs- og land­búnaðar­ráð­herra, Kristján Þór Júlíus­son, fyrir að bregðast ekki við bráða­birgða­úr­skurðinum, fyrir að nota hin röngu lög til þess að veita starfs- og rekstrar­leyfi til fisk­eldis­fyrir­tækja án um­hverfis­mats og fyrir að gera brotin verri með að­gerða­leysi sínu þegar leyfin voru ekki aftur­kölluð.“