Jón Kaldal talsmaður IWF skoðar í þessari grein áhrif sjókvíaeldis á umhverfið og lífríkið og af hverju það gengur ekki upp að horfa aðeins á kolefnisfótsporið í þessum verksmiðjubúskap. Í greininni sem birtist á Mannlífi segir meðal annars:
„Það er kaldranalegt til þess að hugsa að sjókvíaeldisfyrirtækin geri beinlínis ráð fyrir í rekstrarplönum sínum að 20 prósent eldisdýranna lifi lekki af þann aðbúnað sem þeim er boðið upp á. Ekki nokkur manneskja sem stundar prótínframleiðslu á landi myndi sætta sig við við slíka búskaparhætti.
Góðu heilli fer sá hópur mjög hratt vaxandi sem gerir kröfu um að matvara sé framleidd í sem mestri sátt við umhverfi sitt og með mannúðlegum hætti. Sjókvíaeldi á laxi á stórum skala er harðneskjulegur iðnaðarbúskapur. Hafið það bak við eyrað í næstu búðarferð.“