Haraldur Eiríksson segir pólitíska spillingu vera orð sem komi upp í hugann þegar litið er yfir umgjörð sjókvíaeldis á Íslandi.

„Þetta hlýtur að vera blaut tuska í andlit ekki bara almennings heldur stjórnmálamanna vegna þess að þetta lyktar svolítið af því af því að hagsmunaárekstrarnir eru víða og þeir eru miklir,“

Það er ekki að ástæðulausu sem Haraldur bendir á þetta, en hann er stjórnarmaður Í IWF og The Atlantic Salmon Trust, baráttusamtökum um vernd lífríkis og villtra laxastofna, og þekkir vel til málafloksins.

Í frétt RÚV er fjallað um skýrsluna:

„Meðal þess sem ríkisendurskoðun bendir á er að taka verði leyfisveitingaferli sjókvíaeldis til endurskoðunar, efla þurfi eftirlit Matvælastofnunar og matvælaráðuneytisins gagnvart sjókvíaeldi og að tryggja þurfi samhæfingu og samstarf milli Matvælastofnunar og Umhverfisstofnunar við eftirlitið. Þá er áréttað að endurskoða þurfi lög frá 2019 um gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó og að matvælaráðuneytið þurfi að taka af allan vafa um hvort rekstrarleyfi teljist tímabundin eða ótímabundin eign. Þá bendir ríkisendurskoðun á að tryggja verði markvissa beitingu þvingunarúrræða, sekta og niðurfellingu rekstrarleyfa því þrátt fyrir ríkuleg þvingunarúrræði hafi Matvælastofnun ekki beitt þeim með markvissum hætti. Jens Garðar Helgason, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í sjávarútveg, segir að setja þurfi meira fjármagn inn í stofnanir sem sinna sjókvíaeldi. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir ljóst að eldið standi hvorki undir kostnaði við stjórnsýslu né eftirlit. …

Í skýrslu ríkisendurskoðunar kemur einnig fram að skrifstofustjóri í atvinnuvegaráðuneytinu hafi nánast uppá sitt einsdæmi látið fresta birtingu nýrra laga um fiskeldi frá 2019 og ásýndin orðið sú að tiltekin laxeldisfyrirtæki hefðu fengið óeðlilegt svigrúm til að vinna eftir eldri lögum. Það lítur ríkisendurskoðun alvarlegum augum og segir þá töf hafa grafið undan tiltrú almennings og annarra hagsmunaaðila á að jafnræðis og gagnsæis væri gætt af hálfu stjórnvalda.

Héraðssaksóknari rannsakaði störf skrifstofustjórans eftir þetta mál sem lét ráðuneytið vita í haust að rannsókn hefði ekki leitt í ljós á skrifstofustjórinn hefði misnotað stöðu sína – en rannsókn væri ekki líkleg til að sýna fram á sekt eða upplýsa málið og var henni því hætt. Skrifstofustjórinn hafði verið sendur í leyfi og honum loks sagt upp í skipulagsbreytingum. „Það eru því miður mýmörg dæmi um það að fyrirgreiðslan sé óeðlileg það verður bara að viðurkennast,“ segir Haraldur Eiríksson.“