Stórmerkileg fréttaúttekt birtist í Speglinum á RÚV í gær. Þar var meðal annars rætt við Paul Larsson sem er norskur afbrotafræðingur og prófessor við lögregluskóla Noregs. Larsson hélt erindi á ráðstefnunni Löggæsla og samfélagið sem haldin var í Háskólanum á Akureyri 4. og 5. október síðastliðinn. Viðfangsefni ráðstefnunnar var ofbeldi.
Larsson sérhæfir sig í glæpum fyrirtækja gegn náttúrunni. Við mælum eindregið með að þið hlustið á hvað hann hefur að segja um störf sjókvíeldisfyrirtækjanna í Noregi og þá sérstaklega meðferð þeirra á eldisdýrunum.
Athugið að dauðinn í kvíunum er hlutfallslega enn meiri í sjókvíunum hér en við Noreg. Norsku fyrirtækin sjálf segja að ástandið sé óásættanlegt og heita bótum en svo versnar það hjá þeim ár frá ári.
Erindi Larsson ber titilinn Policing violence against the environment – the case of salmon farming.
Hér að neðan má lesa uppskrift af umfjöllun Spegilsins. Þar var rætt við Guðmund Oddsson, afbrotafræðing og prófessor í félagsfræði við HA og Paul Larsson.
Reynsla norðmanna af laxeldi í sjó gæti verið íslendingum lærdómsrík og víti til varnaðar. Það er skoðun prófessors við norska lögregluháskólann sem hélt erindi á Akureyri á dögunum. Þar gerði hann glæpi mannsins gegn náttúru og lífríki að umtalsefni sínu.
Í umræðu um ofbeldi er ofbeldi manna gegn náttúru og lífríki eftilvill neðarlega á listanum yfir það sem fólki kemur fyrst til hugar. Þesskonar glæpir voru meðal umræðuefna á ráðstefnunni Löggæsla og samfélagið, sem haldin var í sjötta sinn í Háskólanum á Akureyri í síðustu viku. Þemað var ofbeldi, í víðri merkingu. Meðal þeirra sem fluttu erindi var Paul Larsson, prófessor í afbrotafræði við Norska lögregluháskólann, sem talaði um laxeldi í sjó. Guðmundur Oddsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri segir að erindi Pauls sé hluti af stærri rannsókn á umhverfisglæpum:
„Og það er kannski viðeigandi, Paul kemur frá Noregi, og Norðmenn eru hvað stærstir í heiminum, mörg af stærstu laxeldisfyrirtækjum í heiminum eru einmitt norsk, og eins og hann talaði um í erindi sínu, að þá hafi þeir séð vandamálin, við laxeldi lengur en margir aðrir, og þá er kannski viðeigandi að hann sé að rannsaka þetta.“
Paul hefur undanfarin misseri rannsakað eftirlit með iðnaðinum í kringum laxeldi í sjó. Hér á landi eru það helst stofnanir á borð við Umhverfisstofnun, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun, sem sinna því. Paul segir að í Noregi sé lítið eftirlit með þessum iðnaði, þrátt fyrir áratugalanga starfsemi.
„Og líka þegar eitthvað eftirlit á sér stað, þá kemur svo oft íljós að það er pottur brotinn, Hann nefndi til dæmis, að einhverju tilfelli, að þegar að eftirlitsaðilar kæmu, þá væri yfirleitt einhverstaðar pottur brotinn.“
Sjókvíaeldi hér á landi hefur verið í deiglunni undanfarnar vikur og mánuði. Nýverið kom í ljós að fjöldi laxa, hafði sloppið úr sjókví í Kvígindisdal í Patreksfirði, og gæti hlaupið á þúsundum.
Á laugardag kom fjöldi fólks saman á Austurvelli, til að mótmæla laxeldi í opnum sjókvíum. Guðmundur segir auðvelt að spegla erindi Pauls við það sem gengið hefur á hér á landi, enda hafi iðnaðurinn mikið til þróast í Noregi. Helstu persónur og leikendur í sjókvíaeldi hér á landi, séu Norðmenn, en hvers vegna hafa Norðmenn fært sig hingað?
„Þegar þeim finnst þrengt að sér, þegar kemur að auknu eftirliti, að þá er auðveldara að færa sig annað þar sem, er minna eftirlit, og við erum einfaldlega yngri í þessum bransa heldur en Norðmenn, og regluverkið okkar er ekki eins þétt og í Noregi.“
Vandamál tengd sjókvíaeldi eru vel þekkt hvort sem er í Noregi eða hér á landi, til að mynda hinir ýmsu sjúkdómar sem herja á eldislaxana. Slátra varð öllum laxi í sjókvíum í Berufirði, og stórum hluta í Reyðarfirði, í fyrra eftir að blóðþorri greindist þar. Þá er laxalús vel þekkt. Paul segir að fjölmargir sjúkdómar herji á laxa í sjókvíum í Noregi. Þeir fái t.d. magasár, vandamál tengd uggum, og bakteríusýkingar.
„It contributes to the fact that a reported 58 million farmed salmon were lost in the marine phase last year, that was in 2022. 58 million fish died from diseases.“
Samkvæmt skráningum drápust 58 milljón sjóeldislaxar úr sjúkdómum í Noregi, á síðasta ári, segir Paul. 58 milljónir. Þarna komum við að þeim skaða sem maðurinn veldur umhverfi og lífríki, laxinum í þessu tilfelli. Nærri 20% af laxi deyr í framleiðsluferlinu í Noregi.
„Og hann setti þetta í samhengi. Hvað myndum við segja, ef að svínabú, ef að 20 prósent af svínunum myndu deyja, hann bendir á að þetta er miklu faldara, því þetta er undir yfirborðinu.“
„But fish don‘t scream.“
Fiskar öskra ekki, segir Paul. Við heyrum ekki frá þeim á sama hátt og landdýrum. Hann segir að við ýtum tilvist fiska dálítið til hliðar, viljum ekki upplifa þá sem dýr sem finni til.
„Paul nefndi svona sem dæmi að það er ekki lengur í þessum iðnaði verið að tala um laxa, heldur „lífmassa,“ og þá sé verið að tala um svo og svo mikið af lífmassa. Þá er næstum því eins og ekki sé verið að tala um þetta eins og þetta séu ekki dýr, heldur sé þetta bara einhverskonar efni.“
Guðmundur segir fyrirlesturinn hafa verið ákveðna hugvekju, fyrir þau sem hugsi um ofbeldi fyrst og fremst gagnvart manneskjum.
„En ef við horfum á þetta vítt, þá eru manneskjur dýr. Við erum bara hluti af dýraríkinu. Þannig að þetta var bara gott dæmi um það sem yfirskrift ráðstefnunnar talaði um, að hugsa um ofbeldi í víðri merkingu.
Eitt helsta sérsvið Paul Larsson, í heimalandiu eru afbrot fyrirtækja. Hvítflibbaglæpir. Erindi hans snérist því að mestu utanumhald og lagaramma. Guðmundur segir að við tökum öðruvísi á fyrirtækjum en einstaklingum.
„Einhver gæti nú sagt að stundum sé þetta höndlað með silkihönsum, í það minnsta í gegnum tíðina, miðað við hvernig við tökum á strætisbrotum, Þetta er rannsókn sem er í gangi og hans mat er að lögin í kringum þennan iðnað í Noregi, virðist vera frekar til að vernda fyrirtækin frekar en að vernda umhverfið.“
Paul segir umtalsverðar rannsóknir á laxi stundaðar í Noregi. Fyrirtækin greiða hins vegar fyrir þessar rannsóknir. Þarna séu miklir hagsmunir. Hann telur að Noregur ætti að vera Íslandi víti til varnaðar, þegar kemur að laxeldi í sjó. Þar hafi villti laxastofninn rýrnað um 50% á 30 árum. Árnar séu meira og minna dauðar. Hann segir að enn sé margt óvíst, til dæmis, til dæmis áhrif laxeldis í sjó, til langs tíma litið, til framtíðar.
„The main problem here is that there is too much, too soon. Too much fish, too much feed, too much excrament, antibiotic, fertilizer, and so on, which goes directly into the fjords.“
Meginvandamíð, segir hann, er að þetta er of mikið á of skömmum tíma. Of mikill fiskur, of mikil fæða, of mikill úrgangur, sýklalyf, áburður, og svo framvegis, sem fer beint út í firðina. Sjókvíaeldi hefur verið stundað mun lengur í Noregi en hér á landi. En hefur vaxið mjög hratt hér síðustu ár.
„Ætli það sé ekki bara allstaðar þar sem er einhver nýr iðnaður sem er að slíta barnsskónum, að þá sé reglugerðavirkið í kringum þetta, sé alltaf á eftir svona dálítið á eftir. Þannig að laxeldið sé engin undantekning, í sjálfu sér.“