Ótrúleg er sorglegt að sjá sjókvíaeldiskvíarnar sem byrjað er að planta niður í kringum Vigur í Ísafjarðardjúpi.
Í grein Stundarinnar eru birtar myndir af þessum spellvirkjum á náttúru fjarðarins og rætt við Gísla Jónsson, eigandi Vigur og æðadúns- og ferðaþjónustubóndi þar í ey.
Að sögn Gísla eru sjókvíarnar aðeins 900 metra frá eynni og hann er eðlilega mjög ósáttur.
„Fólk kemur hingað til að upplifa náttúruna af því það vill fara á staði þar sem maðurinn er ekki búinn að yfirtaka náttúruna. Hér höfum við verið að víkja fyrir náttúrunni en í laxeldinu er maðurinn einmitt ekki að gera það. Þetta hefur akkúrat öfug áhrif á fólk,“ segir Gísli.
Þess má geta að haustið 2020 var skilað meistaraprófsverkefni við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands MS þar sem kemur fram að „rekja má 4% hagvaxtar á Vestfjörðum á tímabilinu frá
2012-2017 til fiskeldis og 16% hagvaxtar má rekja að hluta til ferðaþjónustu.“