Erfðablöndun eldislax sem sloppið hefur ur sjókvíaeldi við villta laxastofna í Noregi heldur áfram að vaxa samkvæmt nýjustu rannsóknum norsku Hafrannsóknastofnunarinnar og norsku Náttúrufræðistofnunarinnar (NINA).

Ástandið hefur snarversnað frá 2016 og er ógnvænlegt segja heimamenn.

Í frétt Morgunblaðsins segir.

Staðfest er mik­il erfðablönd­un á villt­um laxi í þriðjungi laxveiðiáa í Nor­egi. Á sama tíma er ein­ung­is þriðja hver laxveiðiá hrein eða að laxa­stofn­inn í henni hef­ur ekki orðið fyr­ir erfðablönd­un af völd­um strokulaxa úr eldi.

Í viðamik­illi út­tekt sem norska Haf­rann­sókna­stofn­un­in og Nátt­úru­fræðistofn­un Nor­egs hafa gert á ástand­inu kem­ur of­an­greint í ljós. Sam­tals voru lax­ar rann­sakaðir í 250 ám og er úr­takið þá sem nem­ur 95% af villt­um laxi í Nor­egi. Niður­stöðurn­ar eru af­ger­andi. Ánum, eða laxa­stofn­um í þeim er skipt upp í fjór­ar skil­grein­ing­ar. Græn­an lit fá ár þar sem ekki greind­ist erfðablönd­un í villta lax­in­um. Sam­tals er þar um að ræða 82 ár­svæði eða 32,8% af heild­inni. Gul­an lit fengu þær ár sem greind­ust erfðabreyt­ing­ar en óveru­leg­ar. Sam­tals 70 ár eða 28% í þess­um flokki. App­el­sínu­gul­ur lit­ur er merki um tölu­verðar erfðabreyt­ing­ar. Í þenn­an flokk falla 21 vatna­svæði eða 8,4%. Loks er það rauði lit­ur­inn. Meiri­hátt­ar erfðabreyt­ing­ar eru staðfest­ar. Þenn­an flokk fylla 77 ár eða 30,8%.

Ár sem bera rauðan eða app­el­sínu­gul­an lit eru 39% af heild­inni. Fyrst þegar þessi rann­sókn var fram­kvæmd, árið 2016 mynduðu þess­ir tveir flokk­ar sam­tals 32%. Aukn­ing­in er því sjö pró­sentu­stig á sjö árum.

Nokkr­ar af þekkt­ustu laxveiðiám Norðmanna eru nú komn­ar í rauðan flokk. …

Tekið er fram í skýrsl­unni að best sé ástandið við aust­ur og suður­strönd Nor­egs þar sem lítið eða ekk­ert lax­eldi sé stundað í ná­grenni ánna. …