Fjölmargar ábendingar streyma nú fram um eldislaxa sem hafa veiðst á undanförnum vikum. Sporðaköst á MBL segja frá þessum sem kom á land í Skagafirði.

Við höfum lika fengið fréttir af sleppilöxum sem hafa komið í silunganet í Aðalvík og Jökulfjörðum fyrir vestan.

Í umfjöllun Sporðakasta segir m.a.:

Lax veidd­ist í Helluá í Skagaf­irði þann 2. ág­úst og má telja full­víst að um eld­islax sé að ræða. Sporðaköst fengu senda mynd af lax­in­um og ber hann öll ein­kenni eld­islax og er hann illa far­inn á sporði. Lax­inn mæld­ist 89 sentí­metr­ar.

Það ein­kenn­ir þessa fiska önn­ur doppu­setn­ing en sjá má á villta ís­lenska lax­in­um. Þá er gjarn­an brún­leit slikja á bak­inu á þeim og gul­grænn lit­ur sést oft á höfði.

At­hygli vek­ur að fisk­ur­inn er veidd­ur 2. ág­úst og hafði hann gengið upp Héraðsvötn­in og í Hellu­ána sem er um þrjá­tíu kíló­metra frá sjó.

Þá hafa Sporðaköst einnig fengið send­ar mynd­ir af lax­in­um sem veidd­ist í sil­unga­net í Hauka­dals­vatni fyr­ir rúmri viku. Ómögu­legt er að segja til um hversu marg­ir lax­ar geta verið í vatn­inu. Sá lax bar öll ein­kenni þess að vera ættaður úr eldi. Mikl­ar ugga­skemmd­ir og illa far­inn sporður.

..

Þekkt er að eld­islax sem slepp­ur úr kví get­ur hagað sér með öðrum hætti en villti lax­inn. Hann get­ur verið að ganga í ólík­leg­ustu ár og á öðrum tím­um en við eig­um að venj­ast. Það virðist vera til­fellið í Hauka­dalsá en mjög óvana­legt er að fjöldi stórra laxa sé að ganga í hana á þess­um tíma sum­ars.